Fólk er fífl

Þann sannast æ betur hið fornkveðna að fólk er fífl. Þá sér í lagi fólk sem vinnur við fréttaöflun, flutning þeirra sem og stjórnmálamenn. Rakst á flennistóra fyrirsögn í DV um daginn þar sem „nýbakaður“ leiðtogi framsóknarmanna æpti á lesendur að „Halldór hafi ekki viljað hann“. Í opnu gerir Guðni svo upp við fortíðina og viðurkennir þar að Halldór hafi ekki viljað sig sem formann framsóknarmanna. Ég er einn af örfáum íslendingum sem þjáist ekki af pólitísku gullfiskaminni og man það vel þegar Guðni birtist á sjónvarpsskjáum landsmanna, nýskriðinn af fundi með Halldór, á heimili þess síðarnefnda, rauðþrútinn í framan og svekingslegur mjög, harðneitandi að fráfarandi formaður hafi bannað honum að verða leiðtogi flokksins. Fjölmiðlar létu þar við sitja, án þess að ganga á neitt lengra og hreinlega snúa sannleikann út úr þeim. Ísland er sennilega eina landið í Evrópu, allavega þess hluta sem á tímum kalda stríðsins var kallað Vestur-Evrópa, þar sem kjörnir fulltrúar lýðsins komast upp með það, ekki bara stundum, heldur alltaf, að svara öllum óþægilegum spurningum með skætingi og útúrsnúningi. Annarstaðar lætur fjölmiðlafólk pólitíkusana ekki komast upp með neitt múður, þar er það bara harkan 6. En sennilegast hafði Sigrún Stefánsdóttir rétt fyrir sér, hér um árið, í þættinum „Á milli mjalta og messu“, þegar hún sagði íslenskt fjölmiðlafólk latt. Nennti ekki að færa okkur aðrar fréttir en þær sem væru -copy/paste- af heimasíðum annarra, nenntu ekki að kynna sér neitt til hlítar né grafa dýpra.  Sauðsvartur almúginn þekkir ekkert annað og lætur sér það nægja að vera fóðrað á þessari endaleysu.  Hvar annarstaðar en á Íslandi hefði það viðgengist, án nokkurra haldbærra skýringa, að 2 æðstu stjórnmálamenn þjóðarinnar í 12 ár. Leiðtogar flokka sinna, ábyrgir fyrir öllu góðu og slæmu sem gert hefur verið á einu mesta umbreytingarskeiði þjóðfélagsins, hyrfu báðir af sjónarsviðinu, fyrirvaralaust á miðju kjörtímabili með þeirri útskýringum einum að hér væri um einkamál þeirra að ræða.  Það hefði hvergi liðist, ekki norðan Alpana allavega. Annarsstaðar hefðu fjölmiðlar gengið svo hart á slíka menn að þeir hefðu allavega ekki komist upp með að láta það verða sínar síðustu embættisfærslur að smyrja sjálfa sig í feit stjórnsýslustörf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband