Upphafið

Jæja, þá er komið að því. Hef lengi gengið með þá grillu í höfðinu að fara út í þessa vitleysu, þ.e. að „blogga“. Menn þurfa að vera létt geggjaðir til að ímynda sér að einhver hafi áhuga á að kynnast skoðunum þeirra á mönnum og málefnum líðandi stundar. En þar sem þú ert að lesa þetta þá geturðu gengið út frá því sem vísu að eins er komið fyrir mér og þér, þ.e. við erum báðir/bæði létt geggjaðir/uð.
En nóg um það, hvar á að byrja ? Ekki flókið, nýafstöðnum kosningum að sjálfssögðu. Þær fóru eins og spár höfðu ýjað að, Sjallarnir héldu sínu að vanda, Samfylkingin gat ekki annað en tapað fylgi sem og Framsókn. VG fékk vinstrisinnanna úr þessu tveimur flokkum. Það lá algjörlega ljóst fyrir, strax eftir kosningar, að Sjallarnir ætluðu sér ekki að viðhalda samstarfinu við Framsókn enda á pólitískum mælikvarða orðið elliært og í raun búið að vera í öndunarvél allt síðastliðið kjörtímabil. Framsóknarmenn reyndu af veikum mætti, eftir að fyrstu skoðanakannanir litu dagsins ljós, að sannfæra kjósendur um að flokkurinn hefði einhverjar aðrar skoðanir en Sjallarnir vor búnir að segja þeim að þeir mættu hafa. - Nægir þar að nefna uppákomuna í kringum störf stjórnarskrárnefndar, þvílík „kómedía“. Jón Sigurðsson, karl greyið, hrökklast úr formansstólnum eftir eingöngu 9 mánuði, sem fráfarandi (flótta)-formaður kom honum í, að hætti Norður-Kóreumanna. En eftirmálarnir, ég er hissa á því að Geir Haarde skuli treysta sér í samstarf við Samfylkinguna, þar er hver höndin upp á móti annarri og ekki á neitt að treysta úr þeirri átt. ein skoðun í dag og eftir neikvæð viðbrögð allt önnur á morgun. Ég hafði spáð því að Sjallarnir færu í samstarf við VG. Kann að hljóma sem fáránlegur spádómur en ekki svo vitlaus ef að er gáð. Enginn munur er á Sjöllum og VG í mörgum málum, nægir þar að nefna landbúnað, samgöngur og Evrópumálin. Þeir hefðu ekki verið í neinum vandræðum með virkjanamálið, Steingrímur hefði farið létt með að samþykja álver á Bakka og hnoða málinu svo í nefnd næstu 4 árin til frekari meltingar. Ólíkt Samfylkingunni má treysta á það að VG skiptir aldrei um hest í miðri á, Þeir eru eins og bolabítar, ríghalda í og skipta aldrei um skoðun. En mesti, og besti, brandarinn er náttúrulega sú staðreynd að Steingrímur sannaði það fyrir alþjóð sem margar illkvittnar tungur hafa haldið fram að VG vill alls ekki í stjórn, þeim henti best að vera í andófinu. Ekki ? Um hvað heldur þú að heimting Steingríms á afsökun frá Jóni hafi snúist. Og það í beinni !!

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband