Engin leið að hætta !

Úr því maður er loksins byrjaður þá er engin leið að hætta. Hvað næst? Nú auðvitað kreppan margumrædda. Það eru ein 2 ár síðan mér varð það fyllilega ljóst að þessi útrás okkar með tilheyrandi ofþenslu hagkerfisins gat ekki endað með öðru en ósköpum. Auðlegð þjóðar getur til lengri tíma aldrei orðið meiri en nettóinnstreymi þess fjarmagns sem hún fær fyrir framleiðslu sína. Að sortera rauðan pappír frá bláum og selja hvort öðru ímynduð verðmæti getur ekki haldið til lengdar, er ég í raun hissa á því hve lengi heiminum öllum tókst að halda boltanum á lofti. Við íslendingar vorum með marga bolta á lofti og alskyns sjónaspil á öldum ljósvakans, enda fór sem fór. Þó ég hafi þóst sjá þetta fyrir þá óraði mig ekki fyrir þessum ósköpum, þjóðin í raun gjaldþrota og engin leið að spá fyrir um hvenær við réttum úr kútnum. Það eina sem ég veit með vissu, er að ég verð löngu gleymdur og grafinn, og dætur mína komnar á seinni helminginn þegar það gerist. Það sorglegasta í þessu öllu er að þjóðin virðist ekki í neinu sambandi við málið og hversu alvarleg staðan er. Það er bara haldið áfram að spreða eins og ekkert hafi í skorist. Fjölmiðlar hafa verið ákaflega duglegir við að útnefna hina og þessa sem hugsanlega sökudólga fyrir því hvernig komið er fyrir okkur. Þetta gera þeir í trausti þessa að beina sjónum almennings frá þeirri staðreynd að þeir sjálfir, fjölmiðlarnir okkar, eru helstu sökudólgarnir. Öll þau ár sem yfir okkur dundu viðvaranir erlendra sérfræðinga, með tilheyrandi útlistunum á því hversu brothætt ástandi í búskap okkar væri orðið, kusu allir fjölmiðlar á Íslandi að gefa fullkomið frat í svona öfundar- og svartnættisraus og þess í stað flytja okkur fréttir af nýjustu „mega-uppkaupum“ útrásarvíkinganna á yfirverðmetnum eignum erlendis, flottu bílunum þeirra, mótorhjólum á milljónatugi og hundruð milljóna afmælisveislum. Ekki hefur ástandið skánað mikið eftir að hrunið varð staðreynd, fréttaflutningurinn og umfjöllunin alveg út úr kú. Svo vitlaust er þetta allt orðið að maður er nánast að gefast upp á því að fylgjast með endaleysunni. Hér eru nokkrar spurningar sem ég hefði kosið að fjölmiðlar leggðu fyrir stjórnmálamenn okkar en er orðin úrkula vonar um að svo verði. Verð ég því að varpa þeim fram sjálfur:


Ágæti stjórnmálamaður, skaut þeirri hugsun aldrei upp í kolli þínum, ekki eitt einasta augnablik, að kannski væri eitthvað til í því sem sagt var í öllum þeim skýrslum/umfjöllunum um íslenska bankakerfi og þar með hagkerfið sem okkur var að berast frá innlendum sem erlendum sérfræðingum.


Ágæti stjórnmálamaður, hvernig í ósköpunum datt þér/ykkur í hug að lækka bindiskyldu bankana í ljósi þessa að hagkerfið var svo útþanið orðið að það brakaði í öllu burðarvirkinu og vöruskiptajöfnuður var orðin neikvæður um tugi miljarða í hverjum einasta mánuði. Hvað í ósköpunum gat sannfært þig/ykkur um að lækkun bindiskyldu væri lausnin á þessari hömlulausu útlánastefnu bankanna.


Ágæti stjórnmálamaður, strax eftir hrun bankana varð ljóst að Landsbankinn hafði, síðasta virka starfsdag sinn, lánað einhverjum manni út í bæ, rúma 10 miljarða til að kaupa hlutabréf í bankanum sjálfum. Sú saga fór strax á kreik að þessir fjarmunir hafi verið notaðir til að kaupa hlutafé af stærstu hluthöfum bankans. Morgunblaðið, sennilega samkvæmt skipun lánadrottna sinna, birti listann yfir 10 stærstu hluthafa bankans fyrir og eftir hrun. Þar var ekki að sjá neina breytingu sem máli skipti. Datt þér aldrei í hug ágæti stjórnmálamaður, að biðja um listann yfir 50-100 stærstu hluthafana, fyrir og eftir hrun? Á þeim lista er sennilega að finna bankastjórnanna, framkvæmda- og sviðstjóranna, útibústjóranna og alla þá hina sem einhverja flotta titla báru hjá bankanum.  To be continued

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband